Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

mánudagur, febrúar 28, 2005

Það þarf lítið til...

Að setja allt úr skorðum.
Pjakkurinn var veikur á fimmtudaginn, svo að matarplanið fór út um gluggan :-) Af því ég var heima á fim, þá varð ég að vinna eins og geðsjúklingur á fös = planið aftur í rugl. Lélegar afsakanir, ég veit það... en, ég er komin aftur í hnakkinn ;-) Búin að byrgja mig upp af prótínstöngum, graskersfræjum, léttsmurostum, kalkúnaskinku og hollustumorgunkorni til að hafa í vinnuni. Ég nenni ekki einu sinni að reyna að skrifa inn dagana hér á undan, ég var að borða of lítið og of óhollt.
Þjálfarinn minn (þ.e. sá sem viktar mig og mælir) vill að ég prufi að auka við kalóríum í 1-2 vikur, til að sjá hvort ég sé að lækka brennsluna með of fáum kcal. Þannig að nú á ég að miða við ca 1700 kcal, að því gefnu að ég sé dugleg í ræktinni.
Matseðill dagsins er svona:
07:00 All bran flakes og létt ab-mjólk
10:00 1/2 beygla með léttsmurosti og nokkur vínber
13:00 Prótínshake og banani
16:00 prótínbar, 1/2 appelsína
19:00 soðin ýsa, grænmeti og 1 lítil kartafla
21:00 skyr.is

Gellið hefur samt heldur betur tekið stökk... Fór sko í dekur á laugardaginn. Leirböð og nudd í Hveragerði. Ekkert smá næs! Svo núna er ég með svona "babysoft" húð, ógó slétt og fín. Gallinn var hins vegar að ég braut allar neglurnar... owell, I guess I can´t have it all... og svo er að læðast á mig frunsa, sem er sko ekki gelló :-/
Ætla að reyna að kaupa mér ljósakort í vikunni (veit það er óhollt, er að tala um ca 5-10 tíma á ári...), er búin að panta klippingu fyrir árshátíðina þann 12., fer í vax og plokk 11., og er að bræða með mér hvort ég eigi að splæsa í neglur.
Málið með mig og neglur er nebblega að eftir ca 2 vikur verð ég brjálæðislega pirruð á að hafa þær og ríf þær af, er svo 4 mánuði að jafna mig aftur... En þetta er ógó flott!
Spekúlera í þessu...

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Brjálað að gera

Ekki fór svo vel að ég næði að standast alveg matarprógram gærdagsins... en það var samt til minnkunnar en ekki aukningar, ég komst nebblega aldrei í prótínsheikinn. Ég borðaði samt slatta af grænmeti. Gærdagurinn stóð því í tæpum 800 Kcal og um 65 g af prótíni. Aðeins of lítið.
Ég náði að fara út í 40 mínútna skokk (ganga og hlaup til skiptis) í gær, svo að það er þó eitthvað.

Vigtun í gær, búin að léttast um 1/2 kg á 2 vikum og fór líka 1/2% niður í fitu... sem er smá en ekki nóg. Amk finnst mér fúlt að sjá svona lítinn árangur eftir mikið puð (fyrir utan smá svindl á sunnudaginn, en það hefur ekki verið meira en ca 500 kcal sem setur daginn í ca 2000 sem ætti að vera innan minnar brennslu)

Mataráætlun dagsins... veit ekki alveg hvernig ég tækla þetta sko, er nebblega með saumaklúbb í kvöld. Það er nú samt skárra að vera með klúbbinn sjálfur, þá ræð ég hvað er á boðstólnum ;-)

En planið er:
07:00 2 weetabix og léttmjólk
10:00 Ristuð samloka með kalkúnaáleggi og 17% osti
13:30 Skyr.is drykkur, brokkolí og banani
16:00 prótínbar
20:30 Supernacos (hakk, laukur, sellerí, paprikka, salsasósa, ostur og nacos) og e-ð gúmmulaði á eftir
Verður örugglega soldið hitaeiningaríkur seinni partur. Ætla að reyna að komast að lyfta í hádeginu, er ekki viss um að það takist :-/
En sjáumst síðar...

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Gærdagurinn stóðst :-)

Jebb, matseðillinn í gær tókst alveg :-) Nema ég sleppti ávöxtunum, hafði barasta ekki lyst á þeim. Hitaeiningarnar voru tæplega 1300 og prótínin um 100 g. , alveg ágætt.
Ég tók líka vel á því í ræktinni í gær, og er enn á ný með harðsperrur í dag.
Kallinn fór svo alveg með mig í morgun, og stal af mér morguntímanum ;-) Hann er nebblega á aðhaldsnámskeiði, og það var aukatími hjá þeim í morgun. Ég kemst heldur ekki í hádeginu, svo ég verð líklega að sleppa hreyfingunni í dag (nema ég komist í smá skokk seinni partinn)
En dagurinn í dag (matarlega séð) á að vera svona:
07:00 2 weetabix m. léttmjólk
10:00 2 sneiðar hrökkbrauð m. kjúklingaáleggi og 17% osti
12:00 Skyrdrykkur og banani
15:30 1/2 prótínbar og epli
20:30 prótínshake, grænmeti og ávextir

Ég hef engan vegin staðið mig í gellinu... Þarf að fara í klippingu sem allra fyrst, og vantar líka föt, meik og augnskugga. Hmmm... kannski eftir mánaðamótin...
Reyni að halda nöglunum fínum, brúnunum plokkuðum og bera á mig vellyktandi krem sem eiga að gera mig ógó mjúka og slank... hehe, ef mjókkun fengist í kremtúpu þá væri þetta nú auðvelt hjá okkur...

En bless í bili!

mánudagur, febrúar 21, 2005

Nokkrar tölur

Það eru 134 dagar þar til ég fer í bikiní. Það eru rúmar 19 vikur. Ef ég set mér langtímamarkmið, þá er það að vera búin að missa 9 kg. þá. Það þýðir uþb 1/2 kg á viku. Það er alveg gerlegt :-) Kannski ætti ég frekar að huxa um fitu% samt... er núna í 28%, stefni á 20%. Það er líka gerlegt.

Skammtímamarkmiðið (sem ég setti mér í byrjun janúar) er fallið. Þá ætlaði ég að vera búin að ná af mér 5 kg. þann 12 mars, þegar ég þarf að fara í síðkjól. Það er 1 lásí kíló farið af :-( Á 19 dögum er ekki sjens í helvíti að ná þessu markmiði, svo að ég set bara nýtt... Vera ógó dugleg að hreyfa mig og borða holt, og ná amk 1 kg af í viðbót. 2 af 5 er kannski ekki beysinn árangur, en samt eitthvað.

Ég set svo nýtt skammtímamarkmið á afmælið mitt sem er eftir 67 daga. Ætla að ná af mér 5 kg á þeim tíma (rúmar 9 vikur).
Svo er bara að krossa putta og vona að vigtun og mæling á morgun komi vel út! Ég á sko ekki vigt, en læt vigta mig, fitu- og ummálsmæla á 2ja vikna fresti. Stelst svo stundum á vigtina niðri í Sporthúsi á morgnana, samt helst ekki oftar en 1x í viku.

Dagurinn í dag lítur annars nokkuð vel út :-)

matarplanið er svohljóðandi:
07:00 cherrios og léttsúrmjólk
10:00 2 hrökkbrauð m. 17% osti og kjúklingaáleggi
13:30 svínakjötspottréttur (enn einu sinni, það er eins og hann klárist bara ekki... en hann er ógó hollur sko...) og ávöxtur
16:00 skyrdrykkur m. vanillu og ávöxtur
18:30 Þurrsteiktur fiskbúðingur og grænmeti, kannski kínanúðlur með (afgangur frá í gær)
21:00 1/2 prótínbar (er á æfingu, verð ógó svöng í hléinu...)

Svo er ég á leið í ræktina as ví spík, ætla að lyfta efri hluta hraustlega.

sjáumst fljótlega!

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Nammidagar?

Já, þarf að vinna í að breyta a í u...
En föstudagurinn tókst samt nokkuð vel fyrir utan öll kolvetnin. Matseðillinn var ca svona
09:00 2 brauðsneiðar (grófar) önnur m. osti, hin með tómat
11:00 1 sneið hvítlauksbrauð m. l&l
13:00 prótínshake og appelsína
16:00 grilluð samloka með kalkúnaáleggi og 17% osti
19:00 Pizza með kjúkling, lauk og paprikku
21:00 Vínber og baby-carrots

Ég lyfti líka fyrir neðri hlutann á föstudag, og er enn með harðsperrur í kálfunum ;-)

Í gær ( laugardagur) var svo nammidagur. Tók nú samt eiginlega ekkert á í óhollustunni, fyrir utan smá rauðvín og ís í gærkvöldi.

Dagurinn í dag var svo erfiður. Er alveg að fara að byrja á blæðingum, og það setur mataræði (0g skap) úr skorðum. Svo vorum við líka í endalausum heimsóknum þar sem var boðið upp á allt of margt gott en ekkert hollt ;-) En listinn var ca svona:
08:00 2 sneiðar ristað brauð með osti
12:00 svínagúllas (afgangur frá í gær) og hrísgrjón
15:00 Slatti af snakki (skamm skamm) og hnefafylli af m&m (enn meira skamm)
19:00 Kínamatur (núðlur og svo nautakjöt í brokkólí)

Er að vinna núna en stefni á að fá mér ca 1 prótínbar á eftir.

Hreyfingin í dag var rúmlega klukkutíma göngutúr í rigningunni, með annan pjakkinn í kerru og hinn á hlaupahjóli :-)

föstudagur, febrúar 18, 2005

Þetta tókst næstum því...

Hæhæ og takk fyrir kommentin öll sömul :-) Fer örugglega rúnt um helgina og kíki á ykkur.
Í gær sko... fór alveg eftir planinu framan af. Fór í ræktina í hádeginu og orbaði í 45mín auk þess að gera mínar 140 magaæfingar. Fékk mér svo Myoplex carb sence cookies and cream shake, ógó góður! Ekkert svindl og ekkert nart.
Þegar var komið að kvöldmatnum kom í ljós að minn elskulegi eiginmaður hafði keypt of lítið kjötfars fyrir okkur í kvöldmatinn (jább, ég veit að kjötfars er óholt, en þetta er þetta skársta ;-) og strákunum finnst þetta besti matur í heimi...)
En s.s. kjötbollur með sósu voru off. Þá breytti ég aðeins um, spældi egg með kjötbollunum, sleppti sósunni og bætti við meira grænmeti, svo úr varð bixiematur með kjötbolluuppistöðu. Örugglega ekkert verra svona næringarfræðilega séð en upphaflegt plan, amk minna kolvetni og meira prótín.
Svo var ég orðin svo rosalega svong um 9 leytið að ég fékk mér nokkur vínber (5-6) og hrökkbrauðssneið með osti. Viljastyrkurinn klikkaði barasta alveg, en það þýðir ekki að velta sér upp úr því.
Dagurinn í dag verður kolvetnaríkur. Ég verð á fundum meiri hluta dagsins þar sem verður brauð á boðstólnum, og kemst eiginlega ekki frá til að borða eitthvað annað :-/ Ætla samt að reyna að komast í ræktina í hádeginu og lyfta neðri hluta, og get þá fengið mér shake þar. Á föstudagskvöldum er svo pizzukvöld. Ég borða "holla" pizzu en hún er samt helv. orku- og kolvetnarík, en við sjáum samt til...
Idol snakkið á bænum er ávextir, grænmeti og léttpopp.
bless í bili :-)

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Nokkuð góður dagur sko...

Já, ég gellaðist smá í gær. Gellingin var nú ekki meiri en svo að ég lakkaði á mér neglurnar og plokkaði augabrúnirnar, en samt ;-)
Matseðillinn var annars svona:
07:00 Cherrios og léttmjólk
10:00 Samloka með skinku og osti (grilluð)
13:30 Skyr.is drykkur án sykurs, brauðsneið m. osti
16:30 banani
19:00 steiktur fiskur og grænmeti

Jebb, barasta ágætis matseðill :-) Fór líka í ræktina í hádeginu og lyfti eftir LFL fyrir efri hluta. Eyddi svo gærkvöldinu í að vinna smá. Pjakkur 2 var svo afskaplega órólegur í nótt, svo að ég meikaði ekki ræktina í morgun. Fer bara í hádeginu í staðinn :-)

En planið á matseðli dagsins er svona:
07:00 Weetabix og léttmjólk
10:00 2 hrökkbrauð m/17% osti og kjúklingaskinku
13:30 Prótínshake, hrökkbrauðssneið og epli
16: 00 Skyr.is drykkur
18:00 kjötbollur með kartöflumús og sósu.

Sjáum svo til hvort þetta stenst...

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Þriðjudagur til þrautar...

Gærdagurinn fór í endalaus fundahöld, sem ruglaði systemið aðeins. En matseðill dagsins var svohljóðandi:
07:00 Just right með léttmjólt (er að klára pakkann sko... er frekar óhollt þannig séð)
10:00 Banani
12:00Fiskur og grænmeti (afgangur frá mánud.)
15:30 Léttdrykkjarjógurt og hrökkbrauð með osti
17:00 2 snittur, önnur með rækjum og hin með laxi og 2 litlar smákökur (Var á fundi og varð að gera e-ð til að halda mér vakandi ;-))
19:30 Tær kjúklingasúpa, 2 ristaðar brauðsneiðar, önnur með osti og hin með lifrarkæfu
21:30 Smá léttpopp

Jamm, slatti af karólínum og slatti af kolvetnum... En kannski allt í lagi samt. Fór í ræktina í gærmorgun og orbaði í 15 mín og skokkaði svo á hlaupabrettinu í 30 mín. Endaði svo á teygjum og 140 magaæfingum.

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Loksins loksins

Jebb, ég er orðinn bloggari :-)
Er sko búin að lesa átaksblogg í lengri tíma, og taldi mig ekki þurfa sollis aðhald... En nú er ég búin að viðurkenna að ég get barasta ekki hamið mig alein, og ætla því að reyna að pósta syndunum á netið.
Kannski fer þá eitthvað að gerast í mínum málum...