Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

miðvikudagur, febrúar 15, 2012

Og þetta virkar :-)

Sumsé, síðan síðast hefur bæst við eitt barn og 10 kíló takk fyrir pent!
Svo ég þarf að ná af mér amk 15 kílóum. Stend núna í 72 kg, VERÐ að komast niður í 57...
Ég hef kjöraðstæður, það eina sem klikkar er viljastyrkurinn, sem og e-ð í minni brennslu sem er ótrúlega hægt :-/
Ég stóð í 72 kílóunum eftir að ég átti yngsta barnið vorið 2006. Rokkaði soldið á milli 68-70 árið þar á eftir. Náði mér svo niður í 62 kg veturinn 2008-2009 (miklar æfingar, mikið álag, passaði mataræði) en síðan þá hafa þessi 10 kg ráðist á mig aftur.
Er samt búin að prufa ýmislegt :-)
Fór á Boot-Camp námskeið. Frábær árangur en alveg ótrúlega leiðinlegt, fer ekki aftur ;-)
Cross-fit, búin að fara á 2 6 vikna námskeið og finnst æði :-) Er bara of dýrt til að ég geti stundað að staðaldri
Insanity. Ótrúlega gaman, mikill árangur :-) Var niðri á Nordica Spa, en svo voru námskeiðin þar lögð niður :-(
Hópátak Valdísar. Ekki að gera sig, engin eftirfylgni, ekkert skipulag, rangur matseðill...

Núna er ég s.s. að æfa í Sporthúsinu, og stefnan er að mæta í Body Pump 3x í viku, og brenna svo með. Ég þarf að vera dugleg að fara út að ganga/skokka (er viss um að hundurinn minn er sammála ;-)) en ég hef verið ótrúlega löt við það í vetur.

En eníveis, markmiðið er 3 kíló á mánuði. Það eru 750 grömm á viku. Það á að vera hægt :-)

Í gelluskapnum, þá er ég ALLS ekki að standa mig.

Fór síðast í klippingu í ágúst, hef ekki farið í plokk og lit í marga mánuði...En er dugleg að hugsa um neglurnar á mér ;-)

Matseðill dagsins:

07:30 Hafragrautur með mjólk
Missti af millimáli
11:30 salat m. kjúkling
15:00 Vanilluskyr
19:00 Soðin ýsa og kartöflur, salat

Göngutúr seinni partinn, ca 45 mínútur, verður hreyfing dagsins :-)

MM

Virkar þetta ennþá?

Ja, fitupúkinn hefur ekkert farið... Bara sótt í sig veðrið ;-)
En er höktandi af stað enn á ný, núna að reyna að hafa Body Pump sem aðal-hreyfinguna mína