Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

föstudagur, febrúar 18, 2005

Þetta tókst næstum því...

Hæhæ og takk fyrir kommentin öll sömul :-) Fer örugglega rúnt um helgina og kíki á ykkur.
Í gær sko... fór alveg eftir planinu framan af. Fór í ræktina í hádeginu og orbaði í 45mín auk þess að gera mínar 140 magaæfingar. Fékk mér svo Myoplex carb sence cookies and cream shake, ógó góður! Ekkert svindl og ekkert nart.
Þegar var komið að kvöldmatnum kom í ljós að minn elskulegi eiginmaður hafði keypt of lítið kjötfars fyrir okkur í kvöldmatinn (jább, ég veit að kjötfars er óholt, en þetta er þetta skársta ;-) og strákunum finnst þetta besti matur í heimi...)
En s.s. kjötbollur með sósu voru off. Þá breytti ég aðeins um, spældi egg með kjötbollunum, sleppti sósunni og bætti við meira grænmeti, svo úr varð bixiematur með kjötbolluuppistöðu. Örugglega ekkert verra svona næringarfræðilega séð en upphaflegt plan, amk minna kolvetni og meira prótín.
Svo var ég orðin svo rosalega svong um 9 leytið að ég fékk mér nokkur vínber (5-6) og hrökkbrauðssneið með osti. Viljastyrkurinn klikkaði barasta alveg, en það þýðir ekki að velta sér upp úr því.
Dagurinn í dag verður kolvetnaríkur. Ég verð á fundum meiri hluta dagsins þar sem verður brauð á boðstólnum, og kemst eiginlega ekki frá til að borða eitthvað annað :-/ Ætla samt að reyna að komast í ræktina í hádeginu og lyfta neðri hluta, og get þá fengið mér shake þar. Á föstudagskvöldum er svo pizzukvöld. Ég borða "holla" pizzu en hún er samt helv. orku- og kolvetnarík, en við sjáum samt til...
Idol snakkið á bænum er ávextir, grænmeti og léttpopp.
bless í bili :-)

6 Comments:

 • At 10:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hæ hæ og velkomin í hópinn! Ég er alveg viss um að bixíið var hollara og þú ert dugleg að hreyfa þig :) Það væri gaman að vita meira um þig s.s. hvað þú þarft að missa mikið :)

  kv, eg_get
  http://www.blog.central.is/eg_get/

   
 • At 10:43 f.h., Blogger Minimizeme said…

  Ég þarf að missa ca 8-10 kg. Er ekkert rosalega mikið kannski, en ég er búin að vera að reyna að ná því af í ca 2 ár :-/ Mér finnst ég vera að standa mig vel í mataræðinu (nema um helgar) og hreyfingunni, svo ég skil þetta ekki alveg. Fer til skiptis 2-3 kg upp og 2-3 kg niður, en næ ekki að koma mér niður fyrir þessi blessuðu 60 kg (er n.b. mjög lágvaxin og smágerð, svo að mín "rétta" þyngd er um 53-55 kg.)
  Takk fyrir að spyrja :-)

   
 • At 10:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  dugleg að hreyfa þig :) efast ekkert um að þessi bixídæmi hafi verið hollara :)
  kv. ofurbollan

   
 • At 2:38 e.h., Blogger Lilja said…

  Er algjört bann hjá þér að borða nokkuð eftir kvöldmat?

   
 • At 8:33 e.h., Blogger Minimizeme said…

  Já, ég reyni að borða ekkert eftir kvöldmat, því ég vil helst halda mig undir 1500 kcal. Ef ég freistast þá reyni ég að hafa snakkið prótínríkt eins og skyr eða harðfisk. Fæ mér þó einstaka sinnum gulrætur og dýfu (léttsúrmjólk og púrrulauksúpu)

   
 • At 10:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Free [url=http://www.FUNINVOICE.COM]free invoice[/url] software, inventory software and billing software to conceive masterly invoices in one sec while tracking your customers.

   

Skrifa ummæli

<< Home