Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Nammidagar?

Já, þarf að vinna í að breyta a í u...
En föstudagurinn tókst samt nokkuð vel fyrir utan öll kolvetnin. Matseðillinn var ca svona
09:00 2 brauðsneiðar (grófar) önnur m. osti, hin með tómat
11:00 1 sneið hvítlauksbrauð m. l&l
13:00 prótínshake og appelsína
16:00 grilluð samloka með kalkúnaáleggi og 17% osti
19:00 Pizza með kjúkling, lauk og paprikku
21:00 Vínber og baby-carrots

Ég lyfti líka fyrir neðri hlutann á föstudag, og er enn með harðsperrur í kálfunum ;-)

Í gær ( laugardagur) var svo nammidagur. Tók nú samt eiginlega ekkert á í óhollustunni, fyrir utan smá rauðvín og ís í gærkvöldi.

Dagurinn í dag var svo erfiður. Er alveg að fara að byrja á blæðingum, og það setur mataræði (0g skap) úr skorðum. Svo vorum við líka í endalausum heimsóknum þar sem var boðið upp á allt of margt gott en ekkert hollt ;-) En listinn var ca svona:
08:00 2 sneiðar ristað brauð með osti
12:00 svínagúllas (afgangur frá í gær) og hrísgrjón
15:00 Slatti af snakki (skamm skamm) og hnefafylli af m&m (enn meira skamm)
19:00 Kínamatur (núðlur og svo nautakjöt í brokkólí)

Er að vinna núna en stefni á að fá mér ca 1 prótínbar á eftir.

Hreyfingin í dag var rúmlega klukkutíma göngutúr í rigningunni, með annan pjakkinn í kerru og hinn á hlaupahjóli :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home