Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

mánudagur, febrúar 21, 2005

Nokkrar tölur

Það eru 134 dagar þar til ég fer í bikiní. Það eru rúmar 19 vikur. Ef ég set mér langtímamarkmið, þá er það að vera búin að missa 9 kg. þá. Það þýðir uþb 1/2 kg á viku. Það er alveg gerlegt :-) Kannski ætti ég frekar að huxa um fitu% samt... er núna í 28%, stefni á 20%. Það er líka gerlegt.

Skammtímamarkmiðið (sem ég setti mér í byrjun janúar) er fallið. Þá ætlaði ég að vera búin að ná af mér 5 kg. þann 12 mars, þegar ég þarf að fara í síðkjól. Það er 1 lásí kíló farið af :-( Á 19 dögum er ekki sjens í helvíti að ná þessu markmiði, svo að ég set bara nýtt... Vera ógó dugleg að hreyfa mig og borða holt, og ná amk 1 kg af í viðbót. 2 af 5 er kannski ekki beysinn árangur, en samt eitthvað.

Ég set svo nýtt skammtímamarkmið á afmælið mitt sem er eftir 67 daga. Ætla að ná af mér 5 kg á þeim tíma (rúmar 9 vikur).
Svo er bara að krossa putta og vona að vigtun og mæling á morgun komi vel út! Ég á sko ekki vigt, en læt vigta mig, fitu- og ummálsmæla á 2ja vikna fresti. Stelst svo stundum á vigtina niðri í Sporthúsi á morgnana, samt helst ekki oftar en 1x í viku.

Dagurinn í dag lítur annars nokkuð vel út :-)

matarplanið er svohljóðandi:
07:00 cherrios og léttsúrmjólk
10:00 2 hrökkbrauð m. 17% osti og kjúklingaáleggi
13:30 svínakjötspottréttur (enn einu sinni, það er eins og hann klárist bara ekki... en hann er ógó hollur sko...) og ávöxtur
16:00 skyrdrykkur m. vanillu og ávöxtur
18:30 Þurrsteiktur fiskbúðingur og grænmeti, kannski kínanúðlur með (afgangur frá í gær)
21:00 1/2 prótínbar (er á æfingu, verð ógó svöng í hléinu...)

Svo er ég á leið í ræktina as ví spík, ætla að lyfta efri hluta hraustlega.

sjáumst fljótlega!

3 Comments:

 • At 5:14 e.h., Blogger Lilja said…

  Líst bara vel á þetta plan þitt ;)

   
 • At 11:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Flott markmið hjá þér. Gott líka setja sér svona markmið og vita hvað maður ætlar sér og gott að sjá þetta líka svart á hvítu!! Good luck ... Ég einmitt hef notað afmælið mitt fyrir markiða dag

   
 • At 10:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Já það er mikilvægt að setja raunhæf markmið og búast ekki við meiru en 500-800 g á viku :) en þau mega heldur ekki vera of létt ;)

  kv, eg_get

   

Skrifa ummæli

<< Home