Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Nokkuð góður dagur sko...

Já, ég gellaðist smá í gær. Gellingin var nú ekki meiri en svo að ég lakkaði á mér neglurnar og plokkaði augabrúnirnar, en samt ;-)
Matseðillinn var annars svona:
07:00 Cherrios og léttmjólk
10:00 Samloka með skinku og osti (grilluð)
13:30 Skyr.is drykkur án sykurs, brauðsneið m. osti
16:30 banani
19:00 steiktur fiskur og grænmeti

Jebb, barasta ágætis matseðill :-) Fór líka í ræktina í hádeginu og lyfti eftir LFL fyrir efri hluta. Eyddi svo gærkvöldinu í að vinna smá. Pjakkur 2 var svo afskaplega órólegur í nótt, svo að ég meikaði ekki ræktina í morgun. Fer bara í hádeginu í staðinn :-)

En planið á matseðli dagsins er svona:
07:00 Weetabix og léttmjólk
10:00 2 hrökkbrauð m/17% osti og kjúklingaskinku
13:30 Prótínshake, hrökkbrauðssneið og epli
16: 00 Skyr.is drykkur
18:00 kjötbollur með kartöflumús og sósu.

Sjáum svo til hvort þetta stenst...

5 Comments:

 • At 11:38 f.h., Blogger Lilja said…

  Jíha, til hamingju með bloggið ;) Ætla sko að fylgjast með ;)

   
 • At 4:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Velkomin á bloggið ! mér lýst vel á þetta hjá þér, við verðum allar svo miklar gellur !!

   
 • At 8:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Velkomin í hópinn.
  Gangi þér vel

   
 • At 10:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Frábær Dagur hjá þér Gella Keep it up. Rosalega gott í matin hjá þér !!

   
 • At 3:18 f.h., Blogger Kreisiboy said…

  Sæl.

  Gangi þér vel í átakinu. Ég fylgist með þér. Þú ert að gera marga góða hluti. Halltu áfram svona. Kv. Valgeir

   

Skrifa ummæli

<< Home