Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Brjálað að gera

Ekki fór svo vel að ég næði að standast alveg matarprógram gærdagsins... en það var samt til minnkunnar en ekki aukningar, ég komst nebblega aldrei í prótínsheikinn. Ég borðaði samt slatta af grænmeti. Gærdagurinn stóð því í tæpum 800 Kcal og um 65 g af prótíni. Aðeins of lítið.
Ég náði að fara út í 40 mínútna skokk (ganga og hlaup til skiptis) í gær, svo að það er þó eitthvað.

Vigtun í gær, búin að léttast um 1/2 kg á 2 vikum og fór líka 1/2% niður í fitu... sem er smá en ekki nóg. Amk finnst mér fúlt að sjá svona lítinn árangur eftir mikið puð (fyrir utan smá svindl á sunnudaginn, en það hefur ekki verið meira en ca 500 kcal sem setur daginn í ca 2000 sem ætti að vera innan minnar brennslu)

Mataráætlun dagsins... veit ekki alveg hvernig ég tækla þetta sko, er nebblega með saumaklúbb í kvöld. Það er nú samt skárra að vera með klúbbinn sjálfur, þá ræð ég hvað er á boðstólnum ;-)

En planið er:
07:00 2 weetabix og léttmjólk
10:00 Ristuð samloka með kalkúnaáleggi og 17% osti
13:30 Skyr.is drykkur, brokkolí og banani
16:00 prótínbar
20:30 Supernacos (hakk, laukur, sellerí, paprikka, salsasósa, ostur og nacos) og e-ð gúmmulaði á eftir
Verður örugglega soldið hitaeiningaríkur seinni partur. Ætla að reyna að komast að lyfta í hádeginu, er ekki viss um að það takist :-/
En sjáumst síðar...

5 Comments:

  • At 10:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    mér finnst 800 hitaeiningar vera alltof lítið :) allt í lagi einstöku sinnum... en ekki gera þetta oft ;) annars líst mér vel á daginn í dag fyrir utan saumaklúbbsmatinn ;) þú gætir nú haft eitthvað hollara hehehe
    kv, eg_get

     
  • At 12:34 e.h., Blogger Minimizeme said…

    Já, 800 kcal er allt of lítið, en þetta var líka alveg óvart... Hehe saumómaturinn er ekkert mjög slæmur (grænmeti, hakk, magur ostur, salsasósa) en ég er mikið að velta fyrir mér að kaupa bara nammi handa stelpunum og borða vínber og melónur sjálf.

     
  • At 9:52 e.h., Blogger Lilja said…

    Soyapönnsur með jarðarberjum stelpa, kíktu á http://groups.msn.com/lettirrettir/ Hrikalega gott, namm namm :D Og svona bökuð epli líka ;)

     
  • At 7:29 f.h., Blogger lalala said…

    Hæ hæ ég er með nýtt átaksblogg... kíktu á mig :)

     
  • At 11:30 f.h., Blogger Minimizeme said…

    Saumóeftirrétturinn endaði í kókosbollurétti, sem var fullt af ávöxtum, og svo kókosbollur yfir, bakað í ofni. Ég sleppti bara kókosbollunum og borðaði ávextina, fékk mér að vísu pínu ís með (1/2 msk)

     

Skrifa ummæli

<< Home