Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

miðvikudagur, apríl 06, 2016

jesöríbobb

Heit rækt í morgun, mikill sviti og vel tekið á því.

Matseðillin á að vera:

08:00 Hafragrautur (tröllahafrar, vatn og smá nýmjólk út á
10:00 Kaffi með mjólk
12:00 Samloka með skinku og osti og chia- grautur með ab-mjólk og bláberjum
15:00 Banani
19:00 Fiskisúpa

Spurning um að skella sér líka í stuttan göngutúr í hádeginu, fyrst veðrið er til friðs...


fimmtudagur, mars 31, 2016

Enn eitt árið

Er ekki sagt að maður eigi að setja sér markmið?

Mitt markmið er að geta verið í gallabuxum með belti. Mig langar ótrúlega mikið að gellast í sumar í flottum gallabuxum, bol og háhæluðum skóm.

Ég veit ekki alveg hvernig ég ætla að ná því, er búin að vera á ræktarnámskeiði núna í 6 vikur og er að fara í Crossfit í næstu viku, í 8 vikur. Hreyfingin er s.s. á góðu róli en mataræðið ekki eins...


Gellun er í lágmarki. Er með úr sér vaxið hár, ónýtar neglur, loðna leggi og í ljótum fötum... En maður verður víst að taka á því einhvern vegin.

mánudagur, apríl 08, 2013

Áfram áfram...
það gengur alla vegana vel í ræktinni :-)
Mæti almennt alla virka morgna og reyni svo að hreyfa mig aðeins umfram það ;-)
Í mataræðinu þá er ég búin að loka á LKL... Ég get þetta bara ekki :-/
Mér verður óglatt, illt í maganum og er skapvond ef ég sleppi kolvetnunum. Ég ætla hins vegar að reyna að halda þeim í lágmarki...
Dagurinn í dag á að vera svona:
05:50 Brennsla 40 mínútur, armbeygjur og magaæfingar
07:00 Hafragrautur með mjólk
10:00 möndlur
12:00 Salat með kjúkling
15:00 Banani
18:00 Eggjahræra með grænmeti


fimmtudagur, mars 21, 2013

On the road again...

Jájá... Alltaf að reyna ;-)

Er núna að prufa Low Carb. Tók smá session fyrir jólin sem virkaði bara fínt.
Byrjaði aftur núna síðasta mánudag og hef held ég staðist 100%

Gærdagurinn var svona:

07:00 2 spæld egg, skinkusneið og ostsneið
10:00 ostsneið
12:00 Kjúklingasalat (salat, kjúklingur, paprikka, tómatar, sveppir, fetaostur)
16:00 babybel ostur
18:30 hakk, grænmeti og ostur
21:00 hnefafylli af möndlum


Dagurinn í dag:
07:00  Eggjahræra (1 egg, 3 hvítur, 1 sneið beikon)
10:00 kaffi með nýmjólk og sykurlausu sírópi
12:00 Hakk, grænmeti og ostur
15:00 ostur og möndlur
19:00 Fiskur og grænmeti
21:00 grískt jógurt


Hehe, jafngott að vera ekki með mjólkuróþol... endalaust ostanasl á mér :-)


En ég er búin að vera dugleg í ræktinni upp á síðkastið (þó alltaf megi gera gott betra) en hef ekkert komist í viku vegna meiðsla á fæti. Er samt farin að geta gengið, svo að göngutúrar eru málið amk fram yfir helgi.

Eníhú, cul8r

miðvikudagur, febrúar 15, 2012

Og þetta virkar :-)

Sumsé, síðan síðast hefur bæst við eitt barn og 10 kíló takk fyrir pent!
Svo ég þarf að ná af mér amk 15 kílóum. Stend núna í 72 kg, VERÐ að komast niður í 57...
Ég hef kjöraðstæður, það eina sem klikkar er viljastyrkurinn, sem og e-ð í minni brennslu sem er ótrúlega hægt :-/
Ég stóð í 72 kílóunum eftir að ég átti yngsta barnið vorið 2006. Rokkaði soldið á milli 68-70 árið þar á eftir. Náði mér svo niður í 62 kg veturinn 2008-2009 (miklar æfingar, mikið álag, passaði mataræði) en síðan þá hafa þessi 10 kg ráðist á mig aftur.
Er samt búin að prufa ýmislegt :-)
Fór á Boot-Camp námskeið. Frábær árangur en alveg ótrúlega leiðinlegt, fer ekki aftur ;-)
Cross-fit, búin að fara á 2 6 vikna námskeið og finnst æði :-) Er bara of dýrt til að ég geti stundað að staðaldri
Insanity. Ótrúlega gaman, mikill árangur :-) Var niðri á Nordica Spa, en svo voru námskeiðin þar lögð niður :-(
Hópátak Valdísar. Ekki að gera sig, engin eftirfylgni, ekkert skipulag, rangur matseðill...

Núna er ég s.s. að æfa í Sporthúsinu, og stefnan er að mæta í Body Pump 3x í viku, og brenna svo með. Ég þarf að vera dugleg að fara út að ganga/skokka (er viss um að hundurinn minn er sammála ;-)) en ég hef verið ótrúlega löt við það í vetur.

En eníveis, markmiðið er 3 kíló á mánuði. Það eru 750 grömm á viku. Það á að vera hægt :-)

Í gelluskapnum, þá er ég ALLS ekki að standa mig.

Fór síðast í klippingu í ágúst, hef ekki farið í plokk og lit í marga mánuði...En er dugleg að hugsa um neglurnar á mér ;-)

Matseðill dagsins:

07:30 Hafragrautur með mjólk
Missti af millimáli
11:30 salat m. kjúkling
15:00 Vanilluskyr
19:00 Soðin ýsa og kartöflur, salat

Göngutúr seinni partinn, ca 45 mínútur, verður hreyfing dagsins :-)

MM

Virkar þetta ennþá?

Ja, fitupúkinn hefur ekkert farið... Bara sótt í sig veðrið ;-)
En er höktandi af stað enn á ný, núna að reyna að hafa Body Pump sem aðal-hreyfinguna mína

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Hæ hó

Brjálað að gera í átaki, bloggi og vinnu ;-)
Hef staðið mig vel í átakinu... Í gær skipti ég samt út fiski fyrir kjúklingasalat af því ég nennti ekki að elda fyrir bara mig og minnsta pjakk, enginn annar heima.

Dagurinn í dag:
07:00 Hafragrautur m. hafraklíð og léttmjólk
10:00 Banani og 2 hrökkbrauðssneiðar m. léttosti
13:00 Samloka m. grænmeti og kjúkling
15:00 Skyrdrykkur
19:00 Fiskurinn sem ég ætlaði að hafa í gær...

Fór í hádeginu og lyfti vel á tvíhöfða og bak, og joggaði soldið til að ná upp púlsinum ;-)

Þyrfti að gellast á morgun (plokka/lita) og sollis af því ég er að fara í afmæli um helgina, sé til hvort ég hef tíma í það
Bless í bili
MM

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Komin aftur :-)

Brún og sæt... verst hvað brúnkan lekur hratt af maður... Utanlandsferðin var ÆÐI en nú er það bara harkan.
Er farin að púla á fullu niðri í Laugum, hún Bára dúlla gaf mér mánaðarkort þar, og æfir með mér 3x í viku :-) Ekkert smá næs sko, og ég er með harðsperrur allsstaðar. Það er ágætt að skipta svona um umhverfi, var/er orðin svolítið leið á Baðhúsinu/Sporthúsinu.
Laugar eru greinilega líka staðurinn til að hitta fólkið sem ég hef ekki hitt lengi, maður er bara á endalausri kjaftatörn (en að æfa á meðan sko, dónt gett mí vrong)
Mataræðið er að tosast, ég var að huxa um það í gær að ég hef eiginlega ekki borðað nammi síðan í ágúst í fyrra. Jújú, einn og einn mola/súkkulaðistykki, en það er kannski 1x í viku að hámarki.
Ákkuru er ég þá ekki mjó? Hmmm... kannski út af öllum matnum ;-)
En matseðill gærdagsins var svona:
07:00 Cherrios m. léttmjólk
10:00 Banani og 5 frutibix
13:30 Salat með kotasælu
15:00 Vanillu skyrdrykkur
19:00 hakk og pasta
21:30 poppkorn (skamm skamm)

Já, var staðföst fram að poppinu, en svo vorkenndi ég mér svo ógó mikið að vera ein heima að ég fékk mér popp í staðinn fyrir gulrætur... En það þýðir ekki að sýta það lengi.

Hreyfing gærdagsins var lyftingar á efri hluta auk magaæfinga frá helvíti... nokkuð fínt.

Er með svo mikið hælsæri eftir íþróttaskóna (þarna hefnist mér fyrir að nota þá of lítið í júlí ;-)) að ég legg ekki í brennslu í dag, fer frekar út að ganga í hádeginu í puma-skónum... Og svo kannski að hjóla þegar ég kem heim.

Matseðill dagsins í dag á að vera svona:
07:00 Cherrios og mjólk
10:00 Grænt epli og kotasæla (alveg snilld saman sko)
13:00 Annað hvort sallat eða Heilsunúðlur Nings (eftir því í hvora áttina ég labba ;-))
15:00 skyrdrykkur
19:00 Soðin ýsa, kartöflur og sallat.

Bless í bili
MM