Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

fimmtudagur, mars 21, 2013

On the road again...

Jájá... Alltaf að reyna ;-)

Er núna að prufa Low Carb. Tók smá session fyrir jólin sem virkaði bara fínt.
Byrjaði aftur núna síðasta mánudag og hef held ég staðist 100%

Gærdagurinn var svona:

07:00 2 spæld egg, skinkusneið og ostsneið
10:00 ostsneið
12:00 Kjúklingasalat (salat, kjúklingur, paprikka, tómatar, sveppir, fetaostur)
16:00 babybel ostur
18:30 hakk, grænmeti og ostur
21:00 hnefafylli af möndlum


Dagurinn í dag:
07:00  Eggjahræra (1 egg, 3 hvítur, 1 sneið beikon)
10:00 kaffi með nýmjólk og sykurlausu sírópi
12:00 Hakk, grænmeti og ostur
15:00 ostur og möndlur
19:00 Fiskur og grænmeti
21:00 grískt jógurt


Hehe, jafngott að vera ekki með mjólkuróþol... endalaust ostanasl á mér :-)


En ég er búin að vera dugleg í ræktinni upp á síðkastið (þó alltaf megi gera gott betra) en hef ekkert komist í viku vegna meiðsla á fæti. Er samt farin að geta gengið, svo að göngutúrar eru málið amk fram yfir helgi.

Eníhú, cul8r