Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

fimmtudagur, mars 31, 2005

Er ekkert hætt sko...

Það er bara búið að vera BRJÁLAÐ að gera :-) Sem er oftast skemmtilegt ;-) En bloggið hefur s.s. setið á hakanum.
Ég var að standa mig vel undanfarnar vikur, en tók svo 5 daga nammitörn um páskana og setti nýtt met í þyngdaraukningu án óléttu á 5 dögum... Það er samt að týnast af aftur, slatti hefur greinilega verið vökvi :-)
Ég hafði nú vit á að borða nokkuð hollt í átveislunum, var t.d. með sjávarrétti í 2 tilvikum og lunda 1x. Og kláraði ekki einu sinni páskaeggið (það bíður mjög þolinmótt uppi í skáp eftir næsta nammidegi)

Jámm, djammið um daginn tókst rosa vel :-) Ég var algjör skutla í gamla kjólnum mínum og tjúttaði af mér rassinn við undirleik Sálarinnar. Bara snilld sko!

Ég hef lítið farið í ræktina upp á síðkastið, en verið dugleg í göngu- og hjólatúrum, og eins á þrekstiganum heima af því þá get ég verið meira með púkunum mínum :-) Ræktin fer samt að komast inn aftur, enda aðeins farið að hægjast á í vinnunni.

Matseðill gærdagsins var svona:
07.00: ristað brauð m/17% osti
10.00: konfektepli
12.30: Pizza m. skinku og sveppum, þunnur botn og lítil fita
15.30: Skyr.is
19.00: 1 kartafla, 1 kjötbolla

Samtals voru þetta um 1400 kcal.

Ég hjólaði í tæpan klukkutíma með litla pjakkinn aftan á (ógó gaman, hann argar endalaust "áfram mamma, hraðar, hraðar") og var svo í 40 mín á þrekstiganum yfir ER. Snilld að þeir séu loksins komnir aftur :-)

Í dag er prógrammið ca svona:
07:00 weetabix m. mjólk
10:00 ristuð samloka m. kalkún og 17% osti
12:30 salat m. túnfisk
15:30 banani og appelsína
19:00 soðin ýsa og léttsteikt grænmeti

Skjáumst síðar, MM

miðvikudagur, mars 09, 2005

Er enn hérna

En vantar samt alveg drifkraftinn í mig... Mér gengur ekkert að léttast, og svo er bara of mikið að gera til að ég geti sinnt ræktinni eins og ég vildi. En ég reyni samt að passa mataræðið og svona, og gellast líka.
Mán og þri voru alveg eftir bókinni matarlega séð : -) en dagurinn í dag ekki alveg...
07:00 sykurlaus skyrdrykkur og bran flakes
10:00 hálf beygla m. 17% osti
12:30 pizza og salat. Hefði audda átt að sleppa pizzunni, en langaði bara ógó mikið í... svo ég lét það eftir mér
13:30 2 fazer molar (skamm skamm)
15:00 prótínbar
18:00 hollustuhlaðborð í skólanum hjá syni mínum, veit ekki hvað verður þar... Ef við verðum svöng á eftir, þá verður boðið upp á skyr.

Er búin að ná einum ljósatíma og lífríkið á neðri vörinni er loksins að láta undan. Á pantaða plokkun, litun, vax og klippingu á föstudag, og fer í förðun á lau. Á bara eftir að redda kjól fyrir geimið... Endalaust vesen því ég passa ekki nógu vel í flotta kjólinn minn :-/ En ég hlýt að redda því einhvern vegin.

Ákvað að sleppa því að fá mér neglur og ætla bara að notast við mínar eigin, sem eru sossum ekki sem verstar þessa dagana... kannski helst til stuttar, en só bí itt. Þar að auki tekur nagladæmi 2 tíma, og ég á þá barasta ekki til.

En við skjáumst fljótlega
MM

föstudagur, mars 04, 2005

Föstudagur, veiveivei :-)

Alltaf svo gaman á föstudögum. Ég er að vísu svakalega þreytt í dag :-/ Dagurinn í dag verður nammidagur. Ég er nebblega fjórbókuð á djammið í kvöld, geri aðrir betur!
Gærdagurinn stóðst, að vísu er enn geðsjúkt að gera í vinnunni, en ég hélt mataræðinu í skefjum :-) Fékk mér að vísu smá kartöflur með salatinu í hádeginu, en held það hafi samt verið innan marka. Svo fékk ég líka svolitla hreyfingu, þurfti að keyra til Grindavíkur á öðru hundraðinu og taka myndir uppi á þaki fiskeldisstöðvar. Ég get alveg lofað ykkur því að ég vakti MIKLA athygli meðal starfsmannanna í drakt og háhæluðum skóm ;-) enda ekki praktískur klæðnaður á fiskeldisstöð. Skipti samt yfir í strigaskó áður en ég fór að klifra upp á þakið...

Dagurinn í dag verður svona:
07:00 2 brauðsneiðar með osti
10:00 prótínbar
12:00 skyrdrykkur og banani
15:00 gúmmulaði og breezer
og svo meiri breezer og meira gúmmulaði ;-)
Kemst ekki í ræktina, en stefni á rækt á morgun. Gellið er hérna í dag sko... Kemst ekki í ræktina í hádeginu af því ég þarf að kaupa mér föt ;-) Há leim is ðatt ;-) En grínlaust þá VANTAR mig skyrtu fyrir kvöldið, er nebblega að fara í partý þar sem allir eiga að vera í jakkafötum og með bindi. Á endalausar draktir, er búin að fá lánað bindi hjá kallinum, en á enga skyrtu :-)
Bkv. MM

fimmtudagur, mars 03, 2005

Enn allt í góðu

Að mestu leyti amk :-)
Þriðjudagurinn fór samt fyrir lítið matarlega séð. Ég fékk mér grænmetisbuff í hádeginu (í staðinn fyrir skyr og beyglu) og fékk þvílíkt í magann! Ef ég hefði ekki verið í þungum skóm þá hefði ég svifið um loftin blá af uppþembu ;-) Mér tókst með herkjum að koma niður prótínbar í kaffinu, en svo var ég búin á því og gat ekki borðað meira þann daginn. Þriðjudagurinn stóð því í ca 800 kcal (allt of lítið aftur)

Gærdagurinn var svo stressdagur ársins só far. Allir yfirmenn mínir (á sko 3) þurftu nauðsynlega að fá ákveðinn verkefni unnin í gær, og þar sem það er bara ein ég, þá var þetta soldið kreisí... Gott að vera ómissandi...
En matseðillinn var svona:
07:00 Weetabix og léttmjólk
10:00 1/2 banani, 5 vínber, 1/2 appelsína
13:00 grilluð langloka með kjúklingabitum, léttosti og fuuuuult af grænmeti
16:00 1/2 beygla m. léttosti
19:00 brauð m. skinku, sveppum og osti, 2 kex (skamm skamm)
Fór svo í saumó í kvöldið, en var ótrúlega stillt þar. Fékk mér
kl. 22:00 1/2 kjúklingabringa, salat og smá grænmetis/ostasull.
Gærdagurinn stendur í ca 1800 kcal, sem sleppur alveg held ég einu sinni.

Dagurinn í dag á að vera svona:
07:00 weetabix og léttmjólk
10:00 1/2 beygla m. léttosti
12:00 Salat (lönsj með vinkonunum)
16:00 prótínbar og banani eða epli
19:00 Fiskbollur (ora, þurrsteiktar m. grænmeti og soyasósu fyrir mig, með bleikri fyrir pjakkana)
21:00 Vonandi ekki neitt... ætla helst að vera farin að sofa.

Ræktin hefur setið á hakanum þessa vikuna :-/ Fór á mánudaginn og lyfti vel, en slappleiki og annríki hefur komið í veg fyrir frekari rækt. Lélegt hjá mér :-/ Næ kannski að fara á þrekstigann í kvöld (á sko svoleiðis heima, sem ég nota ööööörsjaldan) en þarf reyndar að þrífa heima (já, virkilega þarf) svo ég sé til hvaða tíma ég hef áður en ég sofna.

Gellið hefur bara staðið í stað. Ég er enn með sjálfstæða vistkerfið á neðri vörinni, og langar bara ekkert að reyna að flikka upp á restina þegar svo er... En prógramm næstu viku stendur enn (plokkun, litun, vax, klipping) og ég er enn að bræða þetta með ljósin og neglurnar :-)

bless í bili
MM

þriðjudagur, mars 01, 2005

´Tíðindalaust á þessum vígstöðvum

Nema ég komst ekki í ræktina í morgun. Það er nefnilega komin ný lífvera á vinstri hluta neðrivarar sem heimtar sjálfstæði, og sýgur úr mér alla orku. Jebb, ég er komin með ofurfrunsu. Og frunsunni fylgir slappleiki og verkir, svo ég beilaði á leikfiminni kl. 05:50. Ætla að reyna að fara út að ganga í dag í staðinn :-) Mér sýnist nefnilega vera gott veður.
Gærdagurinn gekk glimrandi vel... Ég sleppti samt kartöflunni og fékk mér rúgbrauðssneið í staðinn (litla, með engu smjöri) og í stað appelsínu í kaffinu fékk ég mér jarðaber með skyrinu í gærkvöldi. Dagurinn náði samt ekki nema um 1500 kcal.

En dagurinn í dag á að vera nokkurn vegin svona:
07:00 Kornflex m. léttmjólk
10:00 1/2 beygla m. léttsmurosti, 1 kiwi
13:00 skyrdrykkur og hrökkbrauð
16:00 prótínbar
19:00 eggjakaka með skinku, paprikku og sveppum
21:00 gulrætur, sellerí og brokkolí

Gengur vonandi upp allt saman :-)