Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

fimmtudagur, mars 03, 2005

Enn allt í góðu

Að mestu leyti amk :-)
Þriðjudagurinn fór samt fyrir lítið matarlega séð. Ég fékk mér grænmetisbuff í hádeginu (í staðinn fyrir skyr og beyglu) og fékk þvílíkt í magann! Ef ég hefði ekki verið í þungum skóm þá hefði ég svifið um loftin blá af uppþembu ;-) Mér tókst með herkjum að koma niður prótínbar í kaffinu, en svo var ég búin á því og gat ekki borðað meira þann daginn. Þriðjudagurinn stóð því í ca 800 kcal (allt of lítið aftur)

Gærdagurinn var svo stressdagur ársins só far. Allir yfirmenn mínir (á sko 3) þurftu nauðsynlega að fá ákveðinn verkefni unnin í gær, og þar sem það er bara ein ég, þá var þetta soldið kreisí... Gott að vera ómissandi...
En matseðillinn var svona:
07:00 Weetabix og léttmjólk
10:00 1/2 banani, 5 vínber, 1/2 appelsína
13:00 grilluð langloka með kjúklingabitum, léttosti og fuuuuult af grænmeti
16:00 1/2 beygla m. léttosti
19:00 brauð m. skinku, sveppum og osti, 2 kex (skamm skamm)
Fór svo í saumó í kvöldið, en var ótrúlega stillt þar. Fékk mér
kl. 22:00 1/2 kjúklingabringa, salat og smá grænmetis/ostasull.
Gærdagurinn stendur í ca 1800 kcal, sem sleppur alveg held ég einu sinni.

Dagurinn í dag á að vera svona:
07:00 weetabix og léttmjólk
10:00 1/2 beygla m. léttosti
12:00 Salat (lönsj með vinkonunum)
16:00 prótínbar og banani eða epli
19:00 Fiskbollur (ora, þurrsteiktar m. grænmeti og soyasósu fyrir mig, með bleikri fyrir pjakkana)
21:00 Vonandi ekki neitt... ætla helst að vera farin að sofa.

Ræktin hefur setið á hakanum þessa vikuna :-/ Fór á mánudaginn og lyfti vel, en slappleiki og annríki hefur komið í veg fyrir frekari rækt. Lélegt hjá mér :-/ Næ kannski að fara á þrekstigann í kvöld (á sko svoleiðis heima, sem ég nota ööööörsjaldan) en þarf reyndar að þrífa heima (já, virkilega þarf) svo ég sé til hvaða tíma ég hef áður en ég sofna.

Gellið hefur bara staðið í stað. Ég er enn með sjálfstæða vistkerfið á neðri vörinni, og langar bara ekkert að reyna að flikka upp á restina þegar svo er... En prógramm næstu viku stendur enn (plokkun, litun, vax, klipping) og ég er enn að bræða þetta með ljósin og neglurnar :-)

bless í bili
MM

2 Comments:

  • At 12:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Flottur matseðill hjá þér..en smá ábending frá mér= ég fór í tékk einu sinni og ég er 1.70 á hæð og svona meðal beinótt...og til að viðhalda minni þyngd þ.e. hvorki léttast né þyngjast þá þarf líkaminn rétt rúmlega 1.800 kkal..sem þýðir að ef ég ætla að léttast þá þarf ég alltaf að borða minna en þetta :) Spurning hvort það sé ekki málið líka hjá þér. En ég las á blogginu þínu að þér fannst sjálfri (að mér ,,heyrðist,,) 1.800kkal vera of mikið ef maður er í grenningu :) En þetta er bara smá innslag frá mér :) Gangi þér súpervel krútta.

     
  • At 10:19 f.h., Blogger Minimizeme said…

    Voru 1800 kcal miðaðar við án líkamsræktar? já, ég hef verið að miða mig við ca 1500 ckal (er 162 á hæð) en það var ekki að skila neinu svo ég fór niður í 1300 kcal. Það sýnir engan árangur heldur, svo ég er að reyna hækkun.
    Bkv. MM

     

Skrifa ummæli

<< Home