Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Hausverkur dauðans :-/

Er búin að vera með mígreni í allan dag. Ekki nógu skemmtilegt. Mígrenið hefur líka í för með sér ógleði sem er heldur ekki skemmtileg. Ógleðin skapar litla matarlyst, og matarleysi orsakar meiri hausverk... Bráðskemmtileg hringrás, svo ég brá á það ráð að láta símann minn minna mig á að borða.
En matarlega séð var dagurinn svona:
07:00 cherrios og léttmjólk
10:00 2 hrökkbrauð m. léttsmurosti
12:00 salat, brauð, reyktur lax og dressing
15:00 cafe latte og prótínbar (myoplex low carb)
19:00 11/2 pylsa með tómat, sinnep og steiktum
Á milli mála smá sykurlaus ópal og heill hellingur af verkjalyfjum.
Fór ekkert í ræktina, og efast um að ég geri nokkuð í kvöld annað en að liggja með ljósin slökkt.
Verð vonandi í betra formi á morgun
Skjáumst, MM

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Miggudagur, vikan bara hálfnuð strax!

Já, nóg að gera greinilega fyrst að allt flýgur áfram ;-) Var að vinna í gærkvöldi svo ég komst ekki í ræktina, en ég fór amk í göngu í hádeginu.
Eins og ég reyndar bjóst við var enginn matur á borðum þegar ég kom heim eftir fundinn ;-) en ég borðaði smá pasta með pestói og smá grjónagraut, skyrið var nebblega búið :-(
En dagurinn í dag á að vera svona:
07:00 cherrios og léttmjólk
10:00 2 hrökkbrauð m. kalkúnaáleggi og 17% osti, café latte
13:00 Prótínshake og ávöxtur
16:00 prótínbar eða skyr.is drykkur og ávöxtur
19:00 afgangasúpa og brauð

Ætla í annann ofvirknitíma í hádeginu, til að ná harðsperrunum úr kálfunum ;-)
Skjáumst
MM

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Ofvirk batteríiskanína sem heldur alltaf áfram....

Fór í body step tíma í hádeginu í gær, og held að kennarinn sé ofvirk... eða að ég er alveg búin að missa niður pallaþolið... kannski bara bland af báðu ;-) Ekki misskilja mig, þetta eru bestustu tímar sem ég fer í og hún Sóla kennari er æði :-) En vá, hvað ég var búin á eftir! Sem er líka gott ;-) Ég ætlaði svo að fara í ræktina í morgun, en kvöldvinnan í gær gerði það að ég meikaði ekki að vakna. Ætla í göngutúr í hádeginu, og reyna svo jafnvel að kíkja í body balance í kvöld.

Matseðill gærdagsins stóðst fyrir utan smá bita af brownie... hann var um 100 kcal, svo ég var enn undir 1500 kcal.

Dagurinn í dag á að verða svona:
07:00 Cherrios m. léttmjólk
10:00 2 hrökkbrauðsneiðar m. 17% osti og kalkúnaáleggi
13:00 Skyr.is drykkur (án viðbætts sykurs að sjálfsögðu) og ávöxtur
15:00 1 ristuð brauðsneið m. skinku til að lifa af maraþonfundinn sem ég fer á á milli kl. 16 og 19:30
20:00 Vonandi e-ð sniðugt sem minn elskulegi eiginmaður hefur kokkað... en þar sem ég býst ekkert frekar við því þá er skyr mjög líklegt...

Ég hef ekki stigið á vigt síðan á 2. í páskum, ætla að geyma það í ca viku í viðbót ;-) En mér finnst buxurnar aðeins lausari á mér en áður. Ætla líka að reyna að fara að druslast til að taka e-r brennslutöflur.

Eníveis, bæ í bili
MM

mánudagur, apríl 04, 2005

Sól og blíða :-)

Gaman þegar er sól á mánudögum :-)
Annars tók ég þvílíka nammihelgi :-/ gat bara ekki hætt í átinu í gær. En stend staðföst í dag sko :-)
Ég var að skoða innlegg hjá henni Lilju minni um hvernig megrun henti hverjum og einum, og komst að því að ég fell í alla flokkana, hehe, kannski ekki nema von að lítið gangi hjá mér fyrst ég er allsherjarmatargat...
En dagurinn í dag verður svona:
07:00 Hafragrautur með léttmjólk
10:00 hrökkbrauð m. 17% osti og kjúklingaáleggi
13:00 Prótínshake og banani
15:00 skyr.is drykkur
18:30 kjúklingur og grænmeti

Ég ætla svo í pallatíma í hádeginu í dag, reyna að koma mér aftur af stað í ræktina. Ég kann svosem ágætlega við "heimaræktina" en finnst ég taka betur á þegar ég fer inn á stöð.
Bless annars í bili
MM

föstudagur, apríl 01, 2005

Föstudagur enn á ný :-)

Frábært að hafa svona stutta viku, bara strax aftur komin helgi! Ja, eða svona næstum því ;-)
Gærdagurinn breyttist aðeins frá planinu... en að mestu skaðlaust. Ég fékk mér sallat með kjúkling í stað túnfisks og bætti inn einum (fjörmjólkur) latte. Í kvöldmat fékk ég líka kjúkling, að vísu djúpsteiktan en ég tók allt gumsið utan af, svo það var ekki mjög slæmt. Náði samt engri hreyfingu í gær, var að vinna svo lengi að ég hafði ekki einu sinni orku í þrekstigann.
Dagurinn í dag er svo glæææænýr og sólríkur og matseðillinn er ca svona:
09:00 2 brauðsneiðar með osti og te
12:30 sallat m. túnfisk og eggjum
15:00 skyr.is drykkur, vanillu
19:00 nautahakksgrýta m. brúnum hrísgrjónum og grænmeti
21:00 eitthvað gúmmulaði í pottapartýinu sem ég er boðin í með vinkonum mínum

Jebb, er að fara út í kvöld. Brjálað að gera í sósjallífinu. Stefni samt á frekar stutt stopp (ógó þreytt) og enga drykkju :-) Verð svo ótrúlega fersk á morgun! Ætla út í göngutúr í góða veðrinu í hádeginu, en hreyfi mig líklega ekki meira en það í dag.

Gellið er á þvílíku hóldi :-/ Hef barasta ekkert staðið mig í næstum mánuð, neglurnar eru brotnar upp í kviku, augabrúnirnar myndu láta varúlf skammast sín, og leggirnir minna á grenitré... Ja, kannski aðeins ýkt allt þetta nema með neglurnar sem eru allar brotnar af. Ég nebblega komst ekki í vax fyrir árshátíðina um daginn, svo ég stalst til að raka... sem þýðir að ég verð að safna í næsta vax. Ógó sexý ;-)
Bkv. MM