Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

föstudagur, apríl 01, 2005

Föstudagur enn á ný :-)

Frábært að hafa svona stutta viku, bara strax aftur komin helgi! Ja, eða svona næstum því ;-)
Gærdagurinn breyttist aðeins frá planinu... en að mestu skaðlaust. Ég fékk mér sallat með kjúkling í stað túnfisks og bætti inn einum (fjörmjólkur) latte. Í kvöldmat fékk ég líka kjúkling, að vísu djúpsteiktan en ég tók allt gumsið utan af, svo það var ekki mjög slæmt. Náði samt engri hreyfingu í gær, var að vinna svo lengi að ég hafði ekki einu sinni orku í þrekstigann.
Dagurinn í dag er svo glæææænýr og sólríkur og matseðillinn er ca svona:
09:00 2 brauðsneiðar með osti og te
12:30 sallat m. túnfisk og eggjum
15:00 skyr.is drykkur, vanillu
19:00 nautahakksgrýta m. brúnum hrísgrjónum og grænmeti
21:00 eitthvað gúmmulaði í pottapartýinu sem ég er boðin í með vinkonum mínum

Jebb, er að fara út í kvöld. Brjálað að gera í sósjallífinu. Stefni samt á frekar stutt stopp (ógó þreytt) og enga drykkju :-) Verð svo ótrúlega fersk á morgun! Ætla út í göngutúr í góða veðrinu í hádeginu, en hreyfi mig líklega ekki meira en það í dag.

Gellið er á þvílíku hóldi :-/ Hef barasta ekkert staðið mig í næstum mánuð, neglurnar eru brotnar upp í kviku, augabrúnirnar myndu láta varúlf skammast sín, og leggirnir minna á grenitré... Ja, kannski aðeins ýkt allt þetta nema með neglurnar sem eru allar brotnar af. Ég nebblega komst ekki í vax fyrir árshátíðina um daginn, svo ég stalst til að raka... sem þýðir að ég verð að safna í næsta vax. Ógó sexý ;-)
Bkv. MM

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home