Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

mánudagur, febrúar 28, 2005

Það þarf lítið til...

Að setja allt úr skorðum.
Pjakkurinn var veikur á fimmtudaginn, svo að matarplanið fór út um gluggan :-) Af því ég var heima á fim, þá varð ég að vinna eins og geðsjúklingur á fös = planið aftur í rugl. Lélegar afsakanir, ég veit það... en, ég er komin aftur í hnakkinn ;-) Búin að byrgja mig upp af prótínstöngum, graskersfræjum, léttsmurostum, kalkúnaskinku og hollustumorgunkorni til að hafa í vinnuni. Ég nenni ekki einu sinni að reyna að skrifa inn dagana hér á undan, ég var að borða of lítið og of óhollt.
Þjálfarinn minn (þ.e. sá sem viktar mig og mælir) vill að ég prufi að auka við kalóríum í 1-2 vikur, til að sjá hvort ég sé að lækka brennsluna með of fáum kcal. Þannig að nú á ég að miða við ca 1700 kcal, að því gefnu að ég sé dugleg í ræktinni.
Matseðill dagsins er svona:
07:00 All bran flakes og létt ab-mjólk
10:00 1/2 beygla með léttsmurosti og nokkur vínber
13:00 Prótínshake og banani
16:00 prótínbar, 1/2 appelsína
19:00 soðin ýsa, grænmeti og 1 lítil kartafla
21:00 skyr.is

Gellið hefur samt heldur betur tekið stökk... Fór sko í dekur á laugardaginn. Leirböð og nudd í Hveragerði. Ekkert smá næs! Svo núna er ég með svona "babysoft" húð, ógó slétt og fín. Gallinn var hins vegar að ég braut allar neglurnar... owell, I guess I can´t have it all... og svo er að læðast á mig frunsa, sem er sko ekki gelló :-/
Ætla að reyna að kaupa mér ljósakort í vikunni (veit það er óhollt, er að tala um ca 5-10 tíma á ári...), er búin að panta klippingu fyrir árshátíðina þann 12., fer í vax og plokk 11., og er að bræða með mér hvort ég eigi að splæsa í neglur.
Málið með mig og neglur er nebblega að eftir ca 2 vikur verð ég brjálæðislega pirruð á að hafa þær og ríf þær af, er svo 4 mánuði að jafna mig aftur... En þetta er ógó flott!
Spekúlera í þessu...

3 Comments:

 • At 5:01 e.h., Blogger Lilja said…

  Svaka ertu dugleg í gellinu ;) Já, þú segir nokkuð með of fáar hitaeiningar. Þetta er ekki bara einfalt sko.

   
 • At 1:59 f.h., Blogger SlimBride said…

  Velkomin í hópinn :) Ég mæli með því að þú geymir neglurnar og sjáir hvort þú náir ekki að safna. Ég gat aldrei safnað nöglum en með nýja, holla mataræðinu eru þær miklu sterkari :)

   
 • At 10:15 f.h., Blogger Minimizeme said…

  Hehe, ég er búin að borða hollt frá því í ágúst ;-) Þær vaxa alveg, en eru allt of fljótar að brotna :-/

   

Skrifa ummæli

<< Home