Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Hæ hó

Brjálað að gera í átaki, bloggi og vinnu ;-)
Hef staðið mig vel í átakinu... Í gær skipti ég samt út fiski fyrir kjúklingasalat af því ég nennti ekki að elda fyrir bara mig og minnsta pjakk, enginn annar heima.

Dagurinn í dag:
07:00 Hafragrautur m. hafraklíð og léttmjólk
10:00 Banani og 2 hrökkbrauðssneiðar m. léttosti
13:00 Samloka m. grænmeti og kjúkling
15:00 Skyrdrykkur
19:00 Fiskurinn sem ég ætlaði að hafa í gær...

Fór í hádeginu og lyfti vel á tvíhöfða og bak, og joggaði soldið til að ná upp púlsinum ;-)

Þyrfti að gellast á morgun (plokka/lita) og sollis af því ég er að fara í afmæli um helgina, sé til hvort ég hef tíma í það
Bless í bili
MM

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Komin aftur :-)

Brún og sæt... verst hvað brúnkan lekur hratt af maður... Utanlandsferðin var ÆÐI en nú er það bara harkan.
Er farin að púla á fullu niðri í Laugum, hún Bára dúlla gaf mér mánaðarkort þar, og æfir með mér 3x í viku :-) Ekkert smá næs sko, og ég er með harðsperrur allsstaðar. Það er ágætt að skipta svona um umhverfi, var/er orðin svolítið leið á Baðhúsinu/Sporthúsinu.
Laugar eru greinilega líka staðurinn til að hitta fólkið sem ég hef ekki hitt lengi, maður er bara á endalausri kjaftatörn (en að æfa á meðan sko, dónt gett mí vrong)
Mataræðið er að tosast, ég var að huxa um það í gær að ég hef eiginlega ekki borðað nammi síðan í ágúst í fyrra. Jújú, einn og einn mola/súkkulaðistykki, en það er kannski 1x í viku að hámarki.
Ákkuru er ég þá ekki mjó? Hmmm... kannski út af öllum matnum ;-)
En matseðill gærdagsins var svona:
07:00 Cherrios m. léttmjólk
10:00 Banani og 5 frutibix
13:30 Salat með kotasælu
15:00 Vanillu skyrdrykkur
19:00 hakk og pasta
21:30 poppkorn (skamm skamm)

Já, var staðföst fram að poppinu, en svo vorkenndi ég mér svo ógó mikið að vera ein heima að ég fékk mér popp í staðinn fyrir gulrætur... En það þýðir ekki að sýta það lengi.

Hreyfing gærdagsins var lyftingar á efri hluta auk magaæfinga frá helvíti... nokkuð fínt.

Er með svo mikið hælsæri eftir íþróttaskóna (þarna hefnist mér fyrir að nota þá of lítið í júlí ;-)) að ég legg ekki í brennslu í dag, fer frekar út að ganga í hádeginu í puma-skónum... Og svo kannski að hjóla þegar ég kem heim.

Matseðill dagsins í dag á að vera svona:
07:00 Cherrios og mjólk
10:00 Grænt epli og kotasæla (alveg snilld saman sko)
13:00 Annað hvort sallat eða Heilsunúðlur Nings (eftir því í hvora áttina ég labba ;-))
15:00 skyrdrykkur
19:00 Soðin ýsa, kartöflur og sallat.

Bless í bili
MM