Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

mánudagur, apríl 08, 2013

Áfram áfram...
það gengur alla vegana vel í ræktinni :-)
Mæti almennt alla virka morgna og reyni svo að hreyfa mig aðeins umfram það ;-)
Í mataræðinu þá er ég búin að loka á LKL... Ég get þetta bara ekki :-/
Mér verður óglatt, illt í maganum og er skapvond ef ég sleppi kolvetnunum. Ég ætla hins vegar að reyna að halda þeim í lágmarki...
Dagurinn í dag á að vera svona:
05:50 Brennsla 40 mínútur, armbeygjur og magaæfingar
07:00 Hafragrautur með mjólk
10:00 möndlur
12:00 Salat með kjúkling
15:00 Banani
18:00 Eggjahræra með grænmeti