Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

fimmtudagur, mars 31, 2016

Enn eitt árið

Er ekki sagt að maður eigi að setja sér markmið?

Mitt markmið er að geta verið í gallabuxum með belti. Mig langar ótrúlega mikið að gellast í sumar í flottum gallabuxum, bol og háhæluðum skóm.

Ég veit ekki alveg hvernig ég ætla að ná því, er búin að vera á ræktarnámskeiði núna í 6 vikur og er að fara í Crossfit í næstu viku, í 8 vikur. Hreyfingin er s.s. á góðu róli en mataræðið ekki eins...


Gellun er í lágmarki. Er með úr sér vaxið hár, ónýtar neglur, loðna leggi og í ljótum fötum... En maður verður víst að taka á því einhvern vegin.