Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

fimmtudagur, mars 31, 2005

Er ekkert hætt sko...

Það er bara búið að vera BRJÁLAÐ að gera :-) Sem er oftast skemmtilegt ;-) En bloggið hefur s.s. setið á hakanum.
Ég var að standa mig vel undanfarnar vikur, en tók svo 5 daga nammitörn um páskana og setti nýtt met í þyngdaraukningu án óléttu á 5 dögum... Það er samt að týnast af aftur, slatti hefur greinilega verið vökvi :-)
Ég hafði nú vit á að borða nokkuð hollt í átveislunum, var t.d. með sjávarrétti í 2 tilvikum og lunda 1x. Og kláraði ekki einu sinni páskaeggið (það bíður mjög þolinmótt uppi í skáp eftir næsta nammidegi)

Jámm, djammið um daginn tókst rosa vel :-) Ég var algjör skutla í gamla kjólnum mínum og tjúttaði af mér rassinn við undirleik Sálarinnar. Bara snilld sko!

Ég hef lítið farið í ræktina upp á síðkastið, en verið dugleg í göngu- og hjólatúrum, og eins á þrekstiganum heima af því þá get ég verið meira með púkunum mínum :-) Ræktin fer samt að komast inn aftur, enda aðeins farið að hægjast á í vinnunni.

Matseðill gærdagsins var svona:
07.00: ristað brauð m/17% osti
10.00: konfektepli
12.30: Pizza m. skinku og sveppum, þunnur botn og lítil fita
15.30: Skyr.is
19.00: 1 kartafla, 1 kjötbolla

Samtals voru þetta um 1400 kcal.

Ég hjólaði í tæpan klukkutíma með litla pjakkinn aftan á (ógó gaman, hann argar endalaust "áfram mamma, hraðar, hraðar") og var svo í 40 mín á þrekstiganum yfir ER. Snilld að þeir séu loksins komnir aftur :-)

Í dag er prógrammið ca svona:
07:00 weetabix m. mjólk
10:00 ristuð samloka m. kalkún og 17% osti
12:30 salat m. túnfisk
15:30 banani og appelsína
19:00 soðin ýsa og léttsteikt grænmeti

Skjáumst síðar, MM

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home