Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

miðvikudagur, mars 09, 2005

Er enn hérna

En vantar samt alveg drifkraftinn í mig... Mér gengur ekkert að léttast, og svo er bara of mikið að gera til að ég geti sinnt ræktinni eins og ég vildi. En ég reyni samt að passa mataræðið og svona, og gellast líka.
Mán og þri voru alveg eftir bókinni matarlega séð : -) en dagurinn í dag ekki alveg...
07:00 sykurlaus skyrdrykkur og bran flakes
10:00 hálf beygla m. 17% osti
12:30 pizza og salat. Hefði audda átt að sleppa pizzunni, en langaði bara ógó mikið í... svo ég lét það eftir mér
13:30 2 fazer molar (skamm skamm)
15:00 prótínbar
18:00 hollustuhlaðborð í skólanum hjá syni mínum, veit ekki hvað verður þar... Ef við verðum svöng á eftir, þá verður boðið upp á skyr.

Er búin að ná einum ljósatíma og lífríkið á neðri vörinni er loksins að láta undan. Á pantaða plokkun, litun, vax og klippingu á föstudag, og fer í förðun á lau. Á bara eftir að redda kjól fyrir geimið... Endalaust vesen því ég passa ekki nógu vel í flotta kjólinn minn :-/ En ég hlýt að redda því einhvern vegin.

Ákvað að sleppa því að fá mér neglur og ætla bara að notast við mínar eigin, sem eru sossum ekki sem verstar þessa dagana... kannski helst til stuttar, en só bí itt. Þar að auki tekur nagladæmi 2 tíma, og ég á þá barasta ekki til.

En við skjáumst fljótlega
MM

6 Comments:

 • At 10:05 e.h., Blogger lalala said…

  æjæj mataræðið skiptir svo svakalegu miklu máli... eins og þú veist sennilega :) annars virkar dagurinn ágætur nema maður veit ekki hversu mikið þú varst að borða af pizzunni ;) mikið ef þú borðaði heila pizzu :p Þú finnur vonandi kjól fyrir geimið :)

   
 • At 10:23 e.h., Blogger Lilja said…

  baka speltpizzu og þá geturu líka valið áleggið alveg sjálf. Ég var einmitt að gera það í kvöld og á núna fullt af hollri pizzu fyrir mig næstu daga, hehe.

   
 • At 8:33 f.h., Blogger Minimizeme said…

  Þetta voru "bara" 3 litlar sneiðar, 2 af ostapizzu, ein með hakki og paprikku.
  Bkv. MM

   
 • At 8:33 f.h., Blogger Minimizeme said…

  Þetta voru "bara" 3 litlar sneiðar, 2 af ostapizzu, ein með hakki og paprikku.
  Bkv. MM

   
 • At 8:33 f.h., Blogger Minimizeme said…

  Þetta voru "bara" 3 litlar sneiðar, 2 af ostapizzu, ein með hakki og paprikku.
  Bkv. MM

   
 • At 9:46 e.h., Blogger lalala said…

  á ekkert að blogga meira? ;) Hvernig var í geiminu?

   

Skrifa ummæli

<< Home