Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

miðvikudagur, júní 22, 2005

Smá breyting

Á mataræði gærdagsins. Fékk mér smá steiktan fisk og fullt af salati í kvöldmatinn :-) Fór svo í klukkutíma göngutúr með nýja i-podinum mínum... Þvílik snilld þetta tæki. Ég man amk núna af hverju mér finnst U2, Bítlarnir og Green Day svona ógó skemmtilegar hljómsveitir ;-)

Dagurinn í dag er svona só far:
MM cherrios m. léttmjólk
MK banani og nokkur vínber
HM grilluð langloka m. skinku og osti, kaffi latte

Seinni partinn stefni ég á melónusneið og epli, og svo þar sem ég er grasekkja í kvöld, Mcdonalds fyrir prinsana, og McDonalds salat fyrir mig :-) Á svo ógó flotta vatnsmelónu heima sem verður sjónvarpssnakkið.

Ætla að reyna að fara með litla dýrið í göngu á eftir, stóra dýrið verður í afmæli.

Bkv. MM

þriðjudagur, júní 21, 2005

Halló aftur

Já, er ég ekki ógó dugleg? 2x í einum mánuði...
Þjóðhátíðarhelgin var bara nokkuð góð. Ég hélt mig að mestu í hollustunni (nema á 17. júní, sem var nammidagur), borðaði mikið af ávöxtum og grænmeti, og lítið af öðru.
En daginn í gær get ég skrifað.

MM Hafragrautur með hveitiklíði og mjólk
MK 2 sneiðar af melónu og epli
HM salat úr salatbar (gúrkur, tómatar, paprikka, salat, brokkolí, spínat, ólívur, kjúklingur, kotasæla)
SK skyr.is drykkur sykurlaus og hrökkbrauðssneið
KM 100 g lasagne (hollt sko, heimagert úr mögru hakki og kotasælu...), fuuuullt af sallati og 1 brauðsneið
KH ristuð brauðsneið
1266 kcal og 95 g prótín.

Við litli snúður fórum svo í klukkutíma göngutúr (hann í kerrunni) sem tók alveg ágætlega á.

Dagurinn í dag byrjar ok...
MM cherrios m. mjólk
MK hrökkbrauðssneið m. léttosti (ógó gott spelthrökkbrauð án gers og sykurs, og svo uppáhalds smurosturinn minn, Philadelphia light)
HM Heilsunúðlur Nings (lítill skammtur)
Komin í 626 kcal só far...

Stefnan er tekin á melónu og 1/2 banana í kaffinu, göngu eftir vinnu og svo kjúllasalat í kvöldmatinn.

Hins vegar er gelluskapur vonandi að aukast. Neglurnar á mér tóku allt í einu vaxtakipp, og svo er ég orðin brún, sem er gelló ;-)
Fer svo í vax, plokkun, litun og fótsnyrtingu í næstu viku, fyrst ég verð feit í útlöndunum er jafngott að reyna að vera alla vega með flottar tásur...

Bkv. MM

mánudagur, júní 13, 2005

Á tveggja mánaða fresti

er rétt að blogga smá ;-)
Helstu fréttir eru þær að ég fitna bara :-( Hef hvorki verið nógu dugleg í mataræðinu né hreyfingunni, og hef held ég aldrei verið jafn feit á ævinni... Ég sem er að fara til útlanda eftir 3 vikur :-(
Ég segi það ekki, ég reyni að borða hollt og í hófi, og hreyfi mig e-ð 3-4x í viku, en það er greinilega ekki nóg.
Matseðill dagsins hjá mér var svona:
MM: Hafragrautur m. hveitiklíði og mjólk
MK: 2 hrökkbrauðssneiðar með smurosti
HM: Salatbakki úr 10/11, með fullt af grænmeti, steiktum kjúlla, kotasælu og smá dressingu, appelsínusafi með
SK: Skyr.is m. vanillu og vínber
KM: Hamborgari án brauðs en með osti, fuuuuullt af salati og honey dijon sósa (heimagerð og nokkuð holl)

Samtals gerðu þetta tæpar 1200 kcal og 90 g af prótíni. Bæti líklega við einni skyrdós í kvöld til að ná prótíninu upp...

Hreyfingin var ganga í ca 30 mín
Bkv. MM fitubolla