Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

mánudagur, júní 13, 2005

Á tveggja mánaða fresti

er rétt að blogga smá ;-)
Helstu fréttir eru þær að ég fitna bara :-( Hef hvorki verið nógu dugleg í mataræðinu né hreyfingunni, og hef held ég aldrei verið jafn feit á ævinni... Ég sem er að fara til útlanda eftir 3 vikur :-(
Ég segi það ekki, ég reyni að borða hollt og í hófi, og hreyfi mig e-ð 3-4x í viku, en það er greinilega ekki nóg.
Matseðill dagsins hjá mér var svona:
MM: Hafragrautur m. hveitiklíði og mjólk
MK: 2 hrökkbrauðssneiðar með smurosti
HM: Salatbakki úr 10/11, með fullt af grænmeti, steiktum kjúlla, kotasælu og smá dressingu, appelsínusafi með
SK: Skyr.is m. vanillu og vínber
KM: Hamborgari án brauðs en með osti, fuuuuullt af salati og honey dijon sósa (heimagerð og nokkuð holl)

Samtals gerðu þetta tæpar 1200 kcal og 90 g af prótíni. Bæti líklega við einni skyrdós í kvöld til að ná prótíninu upp...

Hreyfingin var ganga í ca 30 mín
Bkv. MM fitubolla

3 Comments:

  • At 1:18 e.h., Blogger Lilja said…

    Þú ert sko engin fitubolla sæta stelpa. Hvar ertu annars að æfa? Þarf að fara að finna mér stað.

     
  • At 2:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hey, gaman að sjá að þú sért farin að blogga aftur, vona að ég sé líka að fara að detta í gírinn þar sem að skólinn og allt það er búið hjá mér

     
  • At 1:33 e.h., Blogger Minimizeme said…

    Já, vonandi er ég dottin í gírinn :-) Ég er að æfa í ISF (Sporthús/Baðhús)
    Bkv. MM

     

Skrifa ummæli

<< Home