Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Ofvirk batteríiskanína sem heldur alltaf áfram....

Fór í body step tíma í hádeginu í gær, og held að kennarinn sé ofvirk... eða að ég er alveg búin að missa niður pallaþolið... kannski bara bland af báðu ;-) Ekki misskilja mig, þetta eru bestustu tímar sem ég fer í og hún Sóla kennari er æði :-) En vá, hvað ég var búin á eftir! Sem er líka gott ;-) Ég ætlaði svo að fara í ræktina í morgun, en kvöldvinnan í gær gerði það að ég meikaði ekki að vakna. Ætla í göngutúr í hádeginu, og reyna svo jafnvel að kíkja í body balance í kvöld.

Matseðill gærdagsins stóðst fyrir utan smá bita af brownie... hann var um 100 kcal, svo ég var enn undir 1500 kcal.

Dagurinn í dag á að verða svona:
07:00 Cherrios m. léttmjólk
10:00 2 hrökkbrauðsneiðar m. 17% osti og kalkúnaáleggi
13:00 Skyr.is drykkur (án viðbætts sykurs að sjálfsögðu) og ávöxtur
15:00 1 ristuð brauðsneið m. skinku til að lifa af maraþonfundinn sem ég fer á á milli kl. 16 og 19:30
20:00 Vonandi e-ð sniðugt sem minn elskulegi eiginmaður hefur kokkað... en þar sem ég býst ekkert frekar við því þá er skyr mjög líklegt...

Ég hef ekki stigið á vigt síðan á 2. í páskum, ætla að geyma það í ca viku í viðbót ;-) En mér finnst buxurnar aðeins lausari á mér en áður. Ætla líka að reyna að fara að druslast til að taka e-r brennslutöflur.

Eníveis, bæ í bili
MM

1 Comments:

  • At 10:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Flottur dagur hjá þér, ég er komin til baka :)

     

Skrifa ummæli

<< Home