Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

mánudagur, apríl 04, 2005

Sól og blíða :-)

Gaman þegar er sól á mánudögum :-)
Annars tók ég þvílíka nammihelgi :-/ gat bara ekki hætt í átinu í gær. En stend staðföst í dag sko :-)
Ég var að skoða innlegg hjá henni Lilju minni um hvernig megrun henti hverjum og einum, og komst að því að ég fell í alla flokkana, hehe, kannski ekki nema von að lítið gangi hjá mér fyrst ég er allsherjarmatargat...
En dagurinn í dag verður svona:
07:00 Hafragrautur með léttmjólk
10:00 hrökkbrauð m. 17% osti og kjúklingaáleggi
13:00 Prótínshake og banani
15:00 skyr.is drykkur
18:30 kjúklingur og grænmeti

Ég ætla svo í pallatíma í hádeginu í dag, reyna að koma mér aftur af stað í ræktina. Ég kann svosem ágætlega við "heimaræktina" en finnst ég taka betur á þegar ég fer inn á stöð.
Bless annars í bili
MM

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home