Um minnkun og almennan gelluskap

Hér færðu almennar vangaveltur konu á fertugsaldri sem langar ógó mikið að vera bæði mjó og gella :-) Þetta helst nebblega ekkert endilega í hendur, en ég er að vinna í báðu ;-)

þriðjudagur, júní 21, 2005

Halló aftur

Já, er ég ekki ógó dugleg? 2x í einum mánuði...
Þjóðhátíðarhelgin var bara nokkuð góð. Ég hélt mig að mestu í hollustunni (nema á 17. júní, sem var nammidagur), borðaði mikið af ávöxtum og grænmeti, og lítið af öðru.
En daginn í gær get ég skrifað.

MM Hafragrautur með hveitiklíði og mjólk
MK 2 sneiðar af melónu og epli
HM salat úr salatbar (gúrkur, tómatar, paprikka, salat, brokkolí, spínat, ólívur, kjúklingur, kotasæla)
SK skyr.is drykkur sykurlaus og hrökkbrauðssneið
KM 100 g lasagne (hollt sko, heimagert úr mögru hakki og kotasælu...), fuuuullt af sallati og 1 brauðsneið
KH ristuð brauðsneið
1266 kcal og 95 g prótín.

Við litli snúður fórum svo í klukkutíma göngutúr (hann í kerrunni) sem tók alveg ágætlega á.

Dagurinn í dag byrjar ok...
MM cherrios m. mjólk
MK hrökkbrauðssneið m. léttosti (ógó gott spelthrökkbrauð án gers og sykurs, og svo uppáhalds smurosturinn minn, Philadelphia light)
HM Heilsunúðlur Nings (lítill skammtur)
Komin í 626 kcal só far...

Stefnan er tekin á melónu og 1/2 banana í kaffinu, göngu eftir vinnu og svo kjúllasalat í kvöldmatinn.

Hins vegar er gelluskapur vonandi að aukast. Neglurnar á mér tóku allt í einu vaxtakipp, og svo er ég orðin brún, sem er gelló ;-)
Fer svo í vax, plokkun, litun og fótsnyrtingu í næstu viku, fyrst ég verð feit í útlöndunum er jafngott að reyna að vera alla vega með flottar tásur...

Bkv. MM

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home